Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

2.5. Er tenging milli krabbameins og mataræðis?

4. september, 2020

Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífstíl. T.d. er hægt að koma í veg fyrir 30-50% krabbameinstilvika með breyttum lífstíl. Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir, sem breytti matarræði sínu í kjölfar krabbameinsgreiningar, ræða hér mikilvægi holls mataræðis. Þátturinn er kominn inn á … Lesa áfram „2.5. Er tenging milli krabbameins og mataræðis?“

2.4. Af hverju skiptir endurhæfing máli?

20. ágúst, 2020

Endurhæfing er mikilvægur þáttur í krabbameinsmeðferð og er talin rík ástæða til að hefja hana strax við greiningu. Atli íþróttafræðingur hjá FítonsKrafti og Haukur sjúkraþjálfari hjá Ljósinu fara yfir málin og tala um ýsmar hliðar endurhæfingar og af hverju hún skiptir svona miklu máli. Sara Snorradóttir segir okkur líka frá sinni reynslu af endurhæfingu en … Lesa áfram „2.4. Af hverju skiptir endurhæfing máli?“

2.3. Ert þú með BRCA genið?

10. júlí, 2020

Vissuð þið að við erum öll með BRCA genið og að það er að finna í bæði konum og körlum? Viðmælendur þessarar viku eru sammála um að þekking sé máttur og telja mikilvægt að við látum öll athuga hvort við berum arfgengu stökkbreytinguna sem er að finna í þessu geni. Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi og Hulda … Lesa áfram „2.3. Ert þú með BRCA genið?“

2.2. Snjódrífur fullar af lífskrafti á Vatnajökli

26. júní, 2020

Hvernig kviknar hugmyndin um að ganga yfir Vatnajökul og hvað verður til þess að söknuður finnst þegar komið er á leiðarenda? Snjódrífurnar Sirrý og Vilborg Arna segja frá mögnuðum leiðangri sem þær fóru í til styrktar Líf og Krafti. Þær ásamt hópi kvenna þurftu að mæta ýmsum áskorunum en virðing og falleg stemning gerði þetta … Lesa áfram „2.2. Snjódrífur fullar af lífskrafti á Vatnajökli“

2.1. Má gera grín að krabbameini?

10. júní, 2020

Sóli Hólm og Viktoría, kona hans, segja frá reynslu sinni af krabbameini og hvernig þau tókust á við það m.a. með jákvæðni og húmor. Þau tala á kómískan hátt um útlitsbreytingar á Sóla og upplifun hans af steranotkuninni. Viktoría segir hann hafa verið snarruglaðan á tímabili en þau telja mikilvægt að sjá spaugilegu hliðarnar á … Lesa áfram „2.1. Má gera grín að krabbameini?“

1.12. Að lifa með einari

6. apríl, 2020

Krabbameinsmeðferð hefur oft útlitsbreytingar í för með sér t.a.m. hármissi eða bjúg. En stundum þarf fólk að missa útlim til að bjarga lífi sínu. Elísabet og Edda Júlía hafa báðar misst hendi og handlegg í krabbameinsmeðferð. Þær segja okkur frá reynslu sinni og hvernig þær hafa þurft að læra nýjar aðferðir við ýmis verkefni eins … Lesa áfram „1.12. Að lifa með einari“

1.11. Dagur í lífi krabbameinslæknis

26. mars, 2020

Að vera krabbameinslæknir á Íslandi í dag er mjög krefjandi vinna. Það er ekki bara það að greina krabbamein, vinna með fólki, sjúklingum heldur ertu líka að vinna í rannsóknarverkefnum. Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir, leyfir okkur að gægjast inn í sín daglegu störf og þeim áskorunum sem hún stendur oft frammi fyrir. Þátturinn er kominn inn … Lesa áfram „1.11. Dagur í lífi krabbameinslæknis“

1.10. Aðstandandi – Að missa mömmu sína úr krabbameini

17. júlí, 2019

Hvernig er það að vera aðstandandi einstaklings með krabbamein? Hvernig getur maður brugðist við á sem bestan hátt? Hvernig er best að tala við börnin og hvernig getur maður unnið með sorgina? Arnar Sveinn missti mömmu sína 11 ára úr krabbameini og greinir á einlægan hátt frá reynslu sinni og hvernig hann hefur unnið úr … Lesa áfram „1.10. Aðstandandi – Að missa mömmu sína úr krabbameini“

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni