fbpx
Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Podcast

Fokk ég með krabbamein er podcast (hlaðvarp) fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem við ræðum um krabbamein á mannamáli bæði frá sjónarhorni þeirra sem greinst hafa með krabbamein, aðstandenda og annarra.

Podcastið er unnið í samstarfi við Herbert Geirsson hjá Primatekið en Hebbi er orðinn þekktur í Podcast bransanum fyrir að vera með skemmtilega og áhugaverða þætti um ýmis málefni. Stefið í podcastinu er unnið af snillingnum Birni Þorleifssyni.
Hægt er að nálgast Fokk ég er með krabbamein hlaðvarpið inn á Spotify, Podcastappinu,  Itunes og öðrum veitum.

6.þáttur – Aftur út í lífið eftir krabbameinsmeðferð

Krabbameinsmeðferð er ekki lokið þegar maður útskrifast því þá tekur við annað ferli. Nú þarf að reyna ná upp fyrri styrk og þreki.
Ragnheiður Guðmundsdóttir segir okkur frá sinni reynslu af veikindunum, vanmættinum sem fylgir krabbameinsmeðferð og hvernig hún hefur notað útivist og göngur sér til sjálfseflingar og endurhæfingar.


Fimmti þáttur – Frjósemi og krabbamein

Flestir hafa barneignir í sínum framtíðaráformum en þegar maður greinist með krabbamein þarf maður að taka þessa ákvörðun með litlum fyrirvara. Súsanna Sif var 26 ára þegar hún greindist. Hún var ekki í sambandi en langaði í börn í framtíðinni en ekki gafst tími fyrir hana til að fara í eggheimtu áður en lyfjameðferð hófst. Hún segir okkur frá sinni sögu.


Fjórði þáttur – Kynlíf og krabbamein

Margir upplifa að þegar þeir takast á við alvarleg veikindi eins og krabbamein ættu þeir ekki að vera að hugsa um kynlíf. Það á kannski við á fyrstu stigum veikinda en svo fer fólk að hugsa meira um það og kynlífið eða kynlífsleysið getur orðið bleiki fíllinn í stofunni. Kristín Þórsdóttir ræðir opinskátt um kynlíf og krabbamein í þessu podcasti.


Þriðji þáttur – Að tala við börn um krabbamein

Hvernig segir maður eiginlega börnum sínum frá sér að maður sé með alvarlegan sjúkdóm? Hvernig talar maður við þau þannig að þau skilji hvað er í gangi?


Annar þáttur – Að greinast með krabbamein

70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári. Guðbjörn eða Bubbi er einn af þeim og segir hann okkur frá sinni reynslu. Hvað það þýðir að greinast ungur með lífshættulegan sjúkdóm og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. 


Fyrsti þáttur – Af hverju kraftur

Forsprakkar Krafts þau Hildur Björk, Daníel ásamt Huldu framkvæmdastjóra spjalla “fæðingu” Krafts og um mikilvægi jafningjastuðnings fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Kraftur fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er skrítið að hugsa til þess að það hafi ekki verið til félag fyrir ungt fólk fyrir þennan tíma.


Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni